Ná til Evrópu í einum viðskiptum 7. september 2005 00:01 „Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Aðferðafræðin sem unnið hefði verið eftir væri að kaupa verðbréfafyrirtæki sem síðan yrði sameinað Landsbankanum og boðið upp á heildstæða fjármálaþjónustu. „Þeirra grunnviðskiptahugmynd er að selja útlendingum hlutabréf á heimamarkaði,“ útskýrði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, á sama fundi. „Þeir greina fyrirtæki á hverjum stað, eins og á Ítalíu þá greina þeir ítölsk fyrirtæki og eru í sambandi við framkvæmda- og fjármálastjóra fyrirtækjanna og fara með þá á fundi til þess að kynna fyrirtækin – til dæmis til Bretlands eða Bandaríkjanna eða hinna landanna þar sem þeir starfa – og mynda þannig viðskiptin. Þeir eru í rauninni í því að selja heimahlutabréf til útlendinga. Það er plan númer eitt. Plan númer tvö er að selja heimamönnum útlensk hlutabréf frá hinum löndunum. Í þriðja lagi eru þeir að selja heimamönnum heimahlutabréf.“ SAMIÐ Á SUNNUDEGI Seint á sunnudagskvöld var gengið frá samningi um kaup Landsbankans á 81 prósent í Kepler fyrir tæpa sex milljarða króna. Á næstu fimm árum kaupir bankinn hin nítján prósentin sem eru í eigu starfsmanna samkvæmt árangurstengdum kaupréttarsamningum. Miðað við kaupverðið er verðmæti Kepler 7,2 milljarðar króna. Stjórnendur fyrirtækjanna eru að kynna þessi viðskipti í dag og á morgun á öllum sex starfstöðvum verðbréfafyrirtækisins í Evrópu. Í október á að liggja fyrir samþykki verðbréfaeftirlitsins á Íslandi, Sviss og Frakklandi. Ástæðan fyrir sérstöku samþykki stjórnvalda í Sviss er sú að þeir eru ekki hluti af Evrópska efnahagssvæðinu að sögn Sigurjóns. Í nóvember er svo gert ráð fyrir því að Landsbankinn fái eignarhlut sinn formlega afhentan. Eins og Sigurjón nefndi eru erlendir fagfjárfestar langstærsti hluti viðskiptamanna Kepler og 84 prósent tekna félagsins koma frá þeim. Sextán prósent tekna falla til vegna viðskipta innlendra fjárfesta í hverju landi. Yfir helmingur viðskiptavina eru þeir sem stunda hefðbunda eignarstýringu en vogunarsjóðir eru 33 prósent viðskiptavina. Mestu tekjurnar eða fjörutíu prósent verða til í Frakklandi enda höfuðstöðvar fyrirtækisins í París og fjölmennasta starfsliðið. Sigurjón segir stóru og þekktu fjármálafyrirtækin sinna stærstu félögunum í Evrópu vel. Tækifæri Landsbankans liggi hjá meðalstórum fyrirtækjum sem kosti í kringum fimm til tvö hundruð milljarða. Í Evrópu utan Bretlands séu yfir fimmtán hundruð slík fyrirtæki. Ekki sé hægt að finna mörg fyrirtæki í Evrópu sem sinni þeim fyrirtækjum og dekki eins stórt svæði í Evrópu og Kepler. „Þetta er einstakt tækifæri til þess að byggja upp,“ segir Sigurjón. Landsbankinn hraði með þessu sókn sinni á evrópskan markað á sviði fyrirtækja- og fjárfestingabankastarfsemi. Sú starfsemi verði byggð ofan á núverandi starfsemi Keplers. VERÐA MEÐ „HÓFLEGA“ VELTUBÓK „Þetta er viðbótarskref af okkar hálfu til að byggja upp sérhæfðan fjárfestingarbanka fyrir millistór fyrirtæki í álfunni,“ sagði Halldór Kristjánsson. „Þetta er mjög eðlilegt framhald af kaupunum á Teather & Greenwood í Bretlandi. Kepler hefur ekki haft banka sem bakhjarl síðan 2003. Við getum gefið þeim aukið fjármagn til þess að vera með hóflega veltubók og það mun auka mjög viðskiptamöguleika þeirra. Við munum styðja þá til að byggja upp það sem þeir eru þegar með.“ Halldór sagði jafnframt að starfsemi Kepler félli vel Teather & Greenwood og hægt væri að sameina vinnu greiningadeilda þessara fyrirtækja. Þá yrði fylgst skipulega með 665 evrópskum fyrirtækjum sem næmi um 87 prósent af heildarmarkaðsvirði allra skráðra fyrirtækja í álfunni. Samlegðin milli þessara fyrirtækja væri mikil, þau störfuðu á algjörlega afmörkuðum mörkuðum og Kepler gæti selt bresk bréf á sínu starfssvæði. Yfirmaður Kepler í New York teldi ótrúlegan feng af tengingunni við breska markaðinn því flest eignarstýringarfyrirtæki í Bandaríkjunum ynnu eftir ákveðinni vísitölu þar sem bresk hlutabréf vega um 40 prósent. Eins gæti Teather & Greenwood selt meginlandshlutabréf í Bretlandi. Ekki stæði samt til þess að breyta nöfnum á þessum fyrirtækjum þótt samvinnan yrði meiri. SEX MÁNAÐA FERLI Stéphane Michel, framkvæmdastjóri Kepler, sagðist vera ánægður með þessi viðskipti. Eftir að eigendur Kepler, bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Lightyear og svissneski bankinn Julius Bär sem áttu samtals 75 prósent í fyrirtækinu, tjáðu stjórnendum verðbréfafyrirtækisins fyrir sex mánuðum að þeir hefðu hug á því að selja hefði stjórnendateymi fyrirtækisins sett niður fyrir sig hvað nýir eigendur ættu að hafa til að bera. Þeir hefðu hitt marga í aðdraganda þessara viðskipta og Landsbankinn hefði uppfyllt þau skilyrði sem sett voru. Leitað hefði verið eftir langtímafjárfesta með sterkan efnahagsreikning sem gæti bætt við núverandi fjármálaþjónustu Kepler. Blaðamaður Markaðarins var viðstaddur kynningarfund Landsbankans og Kepler í París á mánudaginn í boði Landsbankans. Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Með kaupunum á Kepler erum við nákvæmlega að framfylgja stefnuáherslu Landsbankans á einstaklega skemmtilegan hátt að mínu mati með því að ná til allrar Evrópu í einum viðskiptum,“ sagði Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, á fundi í París á mánudaginn þegar hann kynnti kaup bankans á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities. Aðferðafræðin sem unnið hefði verið eftir væri að kaupa verðbréfafyrirtæki sem síðan yrði sameinað Landsbankanum og boðið upp á heildstæða fjármálaþjónustu. „Þeirra grunnviðskiptahugmynd er að selja útlendingum hlutabréf á heimamarkaði,“ útskýrði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, á sama fundi. „Þeir greina fyrirtæki á hverjum stað, eins og á Ítalíu þá greina þeir ítölsk fyrirtæki og eru í sambandi við framkvæmda- og fjármálastjóra fyrirtækjanna og fara með þá á fundi til þess að kynna fyrirtækin – til dæmis til Bretlands eða Bandaríkjanna eða hinna landanna þar sem þeir starfa – og mynda þannig viðskiptin. Þeir eru í rauninni í því að selja heimahlutabréf til útlendinga. Það er plan númer eitt. Plan númer tvö er að selja heimamönnum útlensk hlutabréf frá hinum löndunum. Í þriðja lagi eru þeir að selja heimamönnum heimahlutabréf.“ SAMIÐ Á SUNNUDEGI Seint á sunnudagskvöld var gengið frá samningi um kaup Landsbankans á 81 prósent í Kepler fyrir tæpa sex milljarða króna. Á næstu fimm árum kaupir bankinn hin nítján prósentin sem eru í eigu starfsmanna samkvæmt árangurstengdum kaupréttarsamningum. Miðað við kaupverðið er verðmæti Kepler 7,2 milljarðar króna. Stjórnendur fyrirtækjanna eru að kynna þessi viðskipti í dag og á morgun á öllum sex starfstöðvum verðbréfafyrirtækisins í Evrópu. Í október á að liggja fyrir samþykki verðbréfaeftirlitsins á Íslandi, Sviss og Frakklandi. Ástæðan fyrir sérstöku samþykki stjórnvalda í Sviss er sú að þeir eru ekki hluti af Evrópska efnahagssvæðinu að sögn Sigurjóns. Í nóvember er svo gert ráð fyrir því að Landsbankinn fái eignarhlut sinn formlega afhentan. Eins og Sigurjón nefndi eru erlendir fagfjárfestar langstærsti hluti viðskiptamanna Kepler og 84 prósent tekna félagsins koma frá þeim. Sextán prósent tekna falla til vegna viðskipta innlendra fjárfesta í hverju landi. Yfir helmingur viðskiptavina eru þeir sem stunda hefðbunda eignarstýringu en vogunarsjóðir eru 33 prósent viðskiptavina. Mestu tekjurnar eða fjörutíu prósent verða til í Frakklandi enda höfuðstöðvar fyrirtækisins í París og fjölmennasta starfsliðið. Sigurjón segir stóru og þekktu fjármálafyrirtækin sinna stærstu félögunum í Evrópu vel. Tækifæri Landsbankans liggi hjá meðalstórum fyrirtækjum sem kosti í kringum fimm til tvö hundruð milljarða. Í Evrópu utan Bretlands séu yfir fimmtán hundruð slík fyrirtæki. Ekki sé hægt að finna mörg fyrirtæki í Evrópu sem sinni þeim fyrirtækjum og dekki eins stórt svæði í Evrópu og Kepler. „Þetta er einstakt tækifæri til þess að byggja upp,“ segir Sigurjón. Landsbankinn hraði með þessu sókn sinni á evrópskan markað á sviði fyrirtækja- og fjárfestingabankastarfsemi. Sú starfsemi verði byggð ofan á núverandi starfsemi Keplers. VERÐA MEÐ „HÓFLEGA“ VELTUBÓK „Þetta er viðbótarskref af okkar hálfu til að byggja upp sérhæfðan fjárfestingarbanka fyrir millistór fyrirtæki í álfunni,“ sagði Halldór Kristjánsson. „Þetta er mjög eðlilegt framhald af kaupunum á Teather & Greenwood í Bretlandi. Kepler hefur ekki haft banka sem bakhjarl síðan 2003. Við getum gefið þeim aukið fjármagn til þess að vera með hóflega veltubók og það mun auka mjög viðskiptamöguleika þeirra. Við munum styðja þá til að byggja upp það sem þeir eru þegar með.“ Halldór sagði jafnframt að starfsemi Kepler félli vel Teather & Greenwood og hægt væri að sameina vinnu greiningadeilda þessara fyrirtækja. Þá yrði fylgst skipulega með 665 evrópskum fyrirtækjum sem næmi um 87 prósent af heildarmarkaðsvirði allra skráðra fyrirtækja í álfunni. Samlegðin milli þessara fyrirtækja væri mikil, þau störfuðu á algjörlega afmörkuðum mörkuðum og Kepler gæti selt bresk bréf á sínu starfssvæði. Yfirmaður Kepler í New York teldi ótrúlegan feng af tengingunni við breska markaðinn því flest eignarstýringarfyrirtæki í Bandaríkjunum ynnu eftir ákveðinni vísitölu þar sem bresk hlutabréf vega um 40 prósent. Eins gæti Teather & Greenwood selt meginlandshlutabréf í Bretlandi. Ekki stæði samt til þess að breyta nöfnum á þessum fyrirtækjum þótt samvinnan yrði meiri. SEX MÁNAÐA FERLI Stéphane Michel, framkvæmdastjóri Kepler, sagðist vera ánægður með þessi viðskipti. Eftir að eigendur Kepler, bandaríska fjárfestingarfyrirtækið Lightyear og svissneski bankinn Julius Bär sem áttu samtals 75 prósent í fyrirtækinu, tjáðu stjórnendum verðbréfafyrirtækisins fyrir sex mánuðum að þeir hefðu hug á því að selja hefði stjórnendateymi fyrirtækisins sett niður fyrir sig hvað nýir eigendur ættu að hafa til að bera. Þeir hefðu hitt marga í aðdraganda þessara viðskipta og Landsbankinn hefði uppfyllt þau skilyrði sem sett voru. Leitað hefði verið eftir langtímafjárfesta með sterkan efnahagsreikning sem gæti bætt við núverandi fjármálaþjónustu Kepler. Blaðamaður Markaðarins var viðstaddur kynningarfund Landsbankans og Kepler í París á mánudaginn í boði Landsbankans.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira