Ég, þú og börnin 7. september 2005 00:01 Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Geymsla Í brennidepli Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar