Sport

Ísland tapaði fyrir Búlgaríu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 3-2 fyrir Búlgaríu í Sofia, eftir að hafa náð tveggja marka forystu í leiknum. Íslenska liðið átti nokkra lipra spretti í leiknum og fékk fleiri dauðafæri í honum en í nokkrum öðrum leik í þessari undankeppni, en allt kom fyrir ekki. Varnarleikur liðsins var ekki nógu góður í leiknum í dag og þótt dómarinn tyrkneski hafi á köflum verið skelfilegur, var það misnotkun liðsins á dauðafærum sem gerði út um vonir liðsins. Afrakstur liðsins í riðlinum hingað til hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir og aðeins eru komin fjögur stig í pottinn úr níu leikjum. Þeir Eiður Smári og Hermann Hreiðarsson fengu auk þessa að líta gula spjaldið í leiknum í kvöld, sem þýðir að þeir verða báðir í leikbanni þegar íslenska liðið mætir Svíum í næsta leik og útlitið því ekki sérlega glæsilegt hjá okkar mönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×