Sport

Englendingar niðurlægðir

Enska landsliðið í knattspyrnu þurfti að þola 1-0 tap fyrir lágt skrifuðum Norður-Írum í Belfast í gær í undankeppni HM. Írska liðið er hátt í hundrað sætum neðar á styrkleikalista FIFA og hafði ekki náð að leggja Englendinga síðan árið 1927. Tapið er enska liðinu nokkuð áfall, því á sama tíma unnu Pólverjar sigur á Wales og hafa tryggt sér sæti á HM. Englendingar verða því að vinna báða leikina sem þeir eiga eftir í riðlinum til að eiga möguleika á að komast í lokakeppnina næsta sumar. Sven-Göran Eriksson sagðist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir tapið. "Þetta var ósköp andlaus leikur af okkar hálfu, en það borgar sig ekki að vera með neitt óðagot. Ég mun kippa þessu í liðinn og liðið á eftir að vinna þá tvo leiki sem eftir eru," sagði Eriksson, sem sat undir köllum stuðningsmanna í stúkunni sem hrópuðu "rekum Svíann."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×