Sport

Knattspyrnusambandið kærir Chelsea

Chelsea er enn komið í fréttirnar fyrir að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins, en í þetta sinn eiga þeir yfir höfði sér harða refsingu eftir að upp komst að félagið lét leikmenn liðsins taka lyfjapróf í fyrrasumar, í trássi við reglur sambandsins. Samkvæmt reglum er félögum óheimilt að framkvæma sjálf lyfjapróf á leikmönnum sínum, því það er talið auka möguleika þeirra á að hylma yfir hugsanleg brot leikmanna á reglum um lyfjanotkun. Fyrstu fregnir herma að forráðamenn félagsins séu æfir yfir kærunni, því prófin hafi aðeins verið framkvæmd til að koma í veg fyrir að hneyksli á borð við það sem Adrian Mutu olli á sínum tíma endurtaki sig. Sannað þótti að Mutu hefði neytt kókaíns, en áður hafði markvörðurinn Mark Bosnich gerst sekur um sama brot. Yfirlýsingar er að vænta fljótlega frá Chelsea, en ljóst er að félagið mun gera allt sem í valdi þess stendur til að hreinsa sig af sökum þessum, enda lýstu forráðamenn félagsins því yfir fyrir skömmu að í framtíðinn skyldi Chelsea ekki eiga í deilum við valdhafa í knattspyrnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×