Hvetja til að hafna sameiningu 10. september 2005 00:01 Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Samtök sem ætla að hvetja landsmenn til að hafna sameiningu sveitarfélaga í kosningum í næsta mánuði eru að verða til í Svarfaðardal. Bitur reynsla heimamanna af sameiningu norðanlands veldur því að forsvarsmenn sjá ástæðu til að vara aðra landsmenn við. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins verður haldinn á morgun í félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal. Hvatamenn að stofnun félagsins eru íbúar í Svarfaðardal sem sætta sig ekki við ákvörðun Dalvíkurbyggðar um að leggja af skólahald í Húsabakkaskóla. Eftir að Svarfaðardalshreppur var sameinaður Dalvík lentu sjónarmið íbúanna í dalnum í minnihluta en meirihlutinn ákvað að börnum í dalnum skyldi í staðinn ekið í skólann á Dalvík. Íbúar Svarfaðardals hafa án árangurs barist fyrir því að fá þeirri ákvörðun hrundið en síðan snúið baráttu sinni upp í það að fá sitt gamla sveitarfélag til baka með því að slíta sameiningunni við Dalvík, sömuleiðis án árangurs. Þorkell Jóhannsson, einn af hvatamönnum að stofnun félagsins sem ætlar að vara landsmenn við sameiningu sveitarfélaga, segir að enn sé verið að „spinna“ félagið. Það muni svo beita sér gegn því sameiningarferli sem nú sé í gangi og lýkur með kosningum 8. október næstkomandi. Svarfdælingar ætla að segja væntanlegum kjósendum frá biturri reynslu sinni með von um að það verði víti til varnaðar og að sveitarfélög búi svo um hnútana, ef af sameingu verður, að þau hafi mögulega útgönguleið aftur. Og þessu tengt. Bæjarstjórn Garðs hefur samþykkt ályktun þar sem íbúar eru varaðir við því að fallast á sameiningu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Segir að með sameiningu í stóra einingu sé mun líklegra að erfiðara verði fyrir íbúa Garðs að hafa áhrif á ákvörðunartöku og telur bæjarstjórnin að hagsmunir íbúa Garðs verði best tryggðir með því að Garður verði áfram rekinn sem sjálfstætt sveitarfélag.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira