Rooney skapheitur 10. september 2005 00:01 Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira