Sport

Valsstúlkur í eldlínunni í Svíþjóð

Kvennalið Vals í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn 2. umferð Evrópukeppni félagsliða gegn sænsku meisturunum, Djurgården/Älvsjö, sem einnig eru gestgjafar riðilsins. Fyrirfram er sænska liðið talið það sterkasta í riðlinum. Í riðlinum leika einnig ZFK Masinac-Classic Nis frá Serbíu og Svartfjallalandi og Alma frá Kasakstan. Leikur Vals hefst klukkan 18 í kvöld. Önnur umferð verður á fimmtudag en þá mæta Valsstúlkur serbneska liðinu. Lokaumferðin verður á laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt félagslið kemst í 2. umferð keppninnar, en í raun er um 16-liða úrslit að ræða þar sem keppt er í fjórum fjögurra liða riðlum og tvö efstu lið hvers riðils um sig komast í 8-liða úrslit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×