Helgi Sigurðsson á leið heim 13. september 2005 00:01 "Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló. Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira
"Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum. "Þetta er búinn að vera langur tími og það er tímabært að koma sér heim aftur. Og þó svo að tími minn erlendis hafi verið frábær er ég orðinn mjög spenntur fyrir heimkomunni."Helgi segir að sér hafi borist fyrirspurnir frá fjórum eða fimm félögum hér heima. "Ég vil bara fyrst ljúka mínum málum hér áður en ég fer að heyra einhver tilboð frá íslenskum félögum. Samningur minn við AGF rennur út í júní á næsta ári og ætla ég að reyna að koma mér heim um áramótin. Ég býst við að fá svar fljótlega en þar til þau mál eru komin á hreint vil ég ekki ræða næsta sumar af einhverri alvöru." Helgi er nú að jafna sig eftir uppskurð sem hann fór í mars síðastliðnum vegna meiðsla á hásin. "En það bara fannst ekki neitt. Þetta var í raun algert rugl því það þýddi samt að ég þurfti að vera frá í sjö mánuði. Og núna þegar ég fór aftur af stað í júlí fann ég ekki fyrir neinu. En það er fyrst núna sem ég er farinn að finna að formið er að koma aftur."Hvað framtíðina varðar á Íslandi vill Helgi lítið gefa upp. Hann er uppalinn Víkingur og varð Íslandsmeistari með liðinu 1991 en skipti yfir í Fram áður en hann hélt í atvinnumennskuna árið 1994. Hann lék svo fimm leiki með Fram sumarið 1997. "Vitaskuld minnast allir á Framara og er það í sjálfu sér minn fyrsti kostur. Ég mun alltaf tala við þá. Víkingur er líka vel inni í myndinni, sem og fleiri félög," segir Helgi og er ekki að heyra á honum að hann muni setja það fyrir sig að ganga til liðs við Fram þó svo að liðið falli í 1. deildina nú um helgina. "Þetta verður bara að fá að koma í ljós. Það verða að minnsta kosti viðbrigði að koma heim og fara að vinna og svona. Ljúfa lífinu að ljúka," sagði Helgi og hló.
Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Sjá meira