Innlent

Ferðamaður dæmdur fyrir líkamsárás

 Var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, en refsing fellur niður eftir tvö ár, haldi hann almennt skilorð. Tildrög málsins eru þau að maðurinn sem er á þrítugsaldri lenti í hörðum átökum við Íslending fyrir utan veitingastaðinn Sólon aðfararnótt sunnudags. Tildrög eru ekki ljós, en Íslendingurinn slasaðist allmikið, kinnbeinsbrotnaði, botn undir hægra auga brotnaði og færðist til og hann hlaut skurð við hægra auga sem sauma þurfti saman. Sjálfur handarbrotnaði ferðamaðurinn í atganginum. Hann var þegar úrskurðaður í farbann, sem átti að renna út klukkan 16 í gær. Ákveðið var að setja mál hans í flýtimeðferð. Honum var síðan birt ákæra í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í gær. Hann játaði sök og var frjáls ferða sinna eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×