Lokaleit verður um helgina 14. september 2005 00:01 Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira