Lokaleit verður um helgina 14. september 2005 00:01 Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels