Erlent

Sharon notaði ólöglegar aðferðir

Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi að Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, hefði notað ólöglegar aðferðir við að fjármagna kosningabaráttu sína í nýlegri heimsókn til New York. Á boðsmiða á samkomuna með Sharon sagði að gert væri ráð fyrir að þeir sem á hana kæmu gæfu minnst tíu þúsund dollara í kosningasjóði Sharons, sem mun berjast við Benjamin Netanjahú um forsætisráðherrastólinn. Samkvæmt ísraelskum lögum má upphæðin hins vegar aldrei fara yfir sjö þúsund og átta hundruð dollara. Starfsmenn á skrifstofu Sharons halda því fram að hann hafi ekki haft hugmynd um að til stæði að styrkja hann fjárhagslega á samkomunni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×