Loksins titill hjá Val eftir 13 ár 24. september 2005 00:01 Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira