Loksins titill hjá Val eftir 13 ár 24. september 2005 00:01 Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira