Tímamótaákvörðun leiðtogafundar 26. september 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ í Brussel Alheimsleiðtogafundurinn 2005 sem nýlokið er í New York var mörgum vonbrigði þar á meðal íslenskum stjórnvöldum sem lýst höfðu stuðningi við flest ef ekki öll meginsjónarmið í tillögum Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna sem kenndar voru við Aukið frelsi. Í raun lýstu bæði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og Davíð Oddsson, utanríkisráðherra mjög afdráttarlausum stuðningi við tillögurnar í ræðum sínum á fundunum í New York en jafnframt vonbrigðum með að margar tillögur Annans hefðu ekki náð fram að ganga svo sem í mannréttindamálum, öryggismálum, og hryðjuverkum svo eitthvað sé nefnt. Davíð Oddsson ítrekaði einnig með afdráttarlausum hætti stuðning við Þúsaldarmarkmiðin sem samþykkt voru á árþúsundamótafundinum árið 2000. Sú yfirlýsing og Monterrey yfirlýsingin frá 2002 felur í sér að þróuð ríki á borð við Ísland greiði 0,7% af þjóðarframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar en þetta hlutfall er nú um 0,2% hér á landi En þótt íslenskir ráðamenn hafi ekki dregið dul á vonbrigði sín, hitti Davíð Oddsson naglann á höfuðið í ræðu sinni á Allsherjarþinginu þegar hann tók sérstaklega út atriði sem lítið hefur farið fyrir í fjölmiðlum, samþykkt fundarins um réttinn til að vernda óbreytta borgara: "Öryggisráðinu og öðrum stofnunum hefur með þessari samþykkt verið gefið skýrt umboð – og reyndar skyldað til – að grípa til aðgerða þegar glæpir gegn mannkyninu eru framdir". Ýmsir hafa orðið til þess að benda á í umræðum að loknum leiðtogafundinum að þessi yfirlýsing ein verði til þess að hans verði minnst sem tímamótafundar, þannig kallaði Human Rights Watch samþykktina "sögulega". Ríki heims hafa hingað til verið mjög treg til þess að gefa eftir nokkurn hluta af fullveldi sínu, ekki síst að viðurkenna rétt alþjóðasamfélagsins til að hlutast til um innri mál. Þetta atriði hefur hvað eftir annað verið þrætuepli á undanförnum árum og nægir að nefna Bosníustríðið, Kosovo og Rúanda. Kofi Annan hóf baráttu sína fyrir að rétturinn til að vernda yrði viðurkenndur í alþjóðalögum fyrir fimm árum og nú hefur Sameinuðu Þjóðunum verið veitt formlegt vald til þess að vernda borgara ríkis gegn stjórnvöldum sínum. Ian Williams, benti á í grein í breska blaðinu Guardian á dögunum að 191 ríki, þar á meðal Súdan og Norður-Kórea, hefðu nú viðurkennt þá nýju túlkun á alþjóðalögum að alþjóðasamfélagið hefði rétt til íhlutunar ef innlend yfirvöld vanræktu þá skyldu að vernda borgarana fyrir þjóðarmorði, þjóðernishreinsunum og glæpum gegn mannkyninu: "Þetta er of seint til að bjarga Darfúr, að ekki sé minnst á Rúanda og Kambódíu: en þetta er stórkostleg breyting". Walker bendir á að næst þegar morðin í Darfúr komi til kasta öryggisráðsins muni það ekki duga vinum Súdan-stjórnar þar að vitna til alþjóðalaga um fullveldi ríkja innan sinna landamæra. Það var mörgum vonbrigði að ekki var tekin formleg ákvörðun um stofnun nýs Mannréttindaráðs á Alheimsleiðtogafundinum og margir lausir endar skildir eftir. Kofi Annan benti hins vegar á í ræðu sinni á Allsherjarþinginu að því var gefið skýrt umboð til að gera það. Davíð Oddsson lagði ríka áherslu á í ræðu sinni að rekið yrði smiðshöggið á verkið og komið yrði í veg fyrir að verstu þrjótarnir í mannréttindabrotum gætu átt þar sæti. Kofi Annan hvatti aðildarríkin til þess að styðja af alefli við bakið á Svíanum Jan Eliasson, forseta Allsherjarþingsins en hann mun reyna að koma málinu í höfn á þinginu sem nú stendur yfir. Fyllsta ástæða er til að ætla að hann njóti afdráttarlauss stuðnings íslenskra stjórnvalda. Ánægjulegt er að sjá hve eindregið Ísland styður "réttinn til að vernda" ekki síst með það í huga að Íslendingar eru í framboði til öryggisráðsins þar sem mun reyna á þennan rétt. Vonir standa svo til að Íslendingar hlíti kalli Kofi Annan og styðji af alefli stofnun Mannréttindaráðsins. Ástæða er til að benda á að Ísland kunni að eiga fyllsta erindi til setu í ráðinu því hvað sem segja má um hæfni vopnlausrar smáþjóðar til að fjalla um stríð og frið, getur enginn efast um að á sviði mannréttinda erum við í fremstu röð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar