Sakir aðeins fyrndar að hluta 26. september 2005 00:01 "Ég hefði viljað sjá þetta mál rannsakað til fullnustu, enda óþolandi að hafa yfir höfði sér einhverjar óskilgreindar fyrndar sakir," segir Hrafnkell A. Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Austurlands. Hann hefur eftir starfsmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að sakir á hendur stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins séu fyrndar, en það kom fram við skýrslutöku í lok ágúst. Rannsókn málsins heldur þó áfram hjá Ríkislögreglustjóra, en sakir í málinu munu ekki fyrndar nema að hluta. Þeir sem að kærunni standa hafa eftir yfirmanni rannsóknarinnar að fyrning nái til ábyrgðar stjórnarmanna, en ekki til mögulegra brota framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins. Þá munu ekki fyrndar sakir fyrrum stjórnarmanns í sjóðnum vegna aðildar á kaupum í fótboltafélaginu Stoke City í Englandi. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðsins kærðu í apríl 2003 stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólögmæta meðferð á fjármunum hans. Hrafnkell segist alla tíð hafa litið svo á aðmálarekstur gegn stjórninni að minnsta kosti væri reistur á afskaplega veikum grunni, en telur mikilvægt að fá fram úrskurð um hversu langt eftirlitsskylda stjórnarmanna nái. "Er það þannig að stjórnarmenn eigi nánast að sitja á öxlinni á starfsmönnum sínum og passa upp á að þeir fari í öllu að lögum," segir hann og telur að ef til vill þurfi að gera auknar kröfur um sérþekkingu hjá þeim sem valdir eru til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Segja má að Lífeyrissjóður Austurlands hafi á þessum tíma ekki verið einn á báti í að veðja á rangan hest," segir hann um óarðbærar fjárfestingar og vísar til almenns þrýstings um að fjárfesta á arðbæran hátt. "En það breytir náttúrlega ekki því að fjárfestingar voru að minnsta kosti að hluta til utan heimilda og um það snýst hugsanlegt ákæruefni á stjórnarmenn. Bæði hvort þeir vissu og að hve miklu leyti þeir gátu borði ábyrgð á að sú leið var farin." Kæra sjóðsfélaga Lífeyrissjóðs Austurlands 10. apríl 2003 og framhaldsákæra 16. júní sama ár: Krafist var rannsóknar á Lánveitingum sjóðsins til Handsals hf. upp á rúmar 80 milljónir króna án veða, kaupa á hluta fé í óskráðu hlutafélagi, Stoke City Holding SA fyrir 56 milljónir króna árið 1999 á sama tíma og sjóðurinn átti meira fé í óskráðum félögum en lög leyfðu. Óskað var rannsóknar á stofnun framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins á einkahlutafélaginu Dvergunum sjö, sem höndla átti með hlutabréf og önnur veðbréf. Kaup á 40 milljón króna skuldabréfi frá Burnham International sem gerð voru án vitundar stjórnar, lánveitingar upp á 2,2 milljónir króna umfram heimild til fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins og tvö lán upp á samtals 50 milljónir króna til félagsins Ísoldar ehf. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
"Ég hefði viljað sjá þetta mál rannsakað til fullnustu, enda óþolandi að hafa yfir höfði sér einhverjar óskilgreindar fyrndar sakir," segir Hrafnkell A. Jónsson, fyrrum stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Austurlands. Hann hefur eftir starfsmanni efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra að sakir á hendur stjórnarmönnum lífeyrissjóðsins séu fyrndar, en það kom fram við skýrslutöku í lok ágúst. Rannsókn málsins heldur þó áfram hjá Ríkislögreglustjóra, en sakir í málinu munu ekki fyrndar nema að hluta. Þeir sem að kærunni standa hafa eftir yfirmanni rannsóknarinnar að fyrning nái til ábyrgðar stjórnarmanna, en ekki til mögulegra brota framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins. Þá munu ekki fyrndar sakir fyrrum stjórnarmanns í sjóðnum vegna aðildar á kaupum í fótboltafélaginu Stoke City í Englandi. Sjóðsfélagar lífeyrissjóðsins kærðu í apríl 2003 stjórnarmenn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir ólögmæta meðferð á fjármunum hans. Hrafnkell segist alla tíð hafa litið svo á aðmálarekstur gegn stjórninni að minnsta kosti væri reistur á afskaplega veikum grunni, en telur mikilvægt að fá fram úrskurð um hversu langt eftirlitsskylda stjórnarmanna nái. "Er það þannig að stjórnarmenn eigi nánast að sitja á öxlinni á starfsmönnum sínum og passa upp á að þeir fari í öllu að lögum," segir hann og telur að ef til vill þurfi að gera auknar kröfur um sérþekkingu hjá þeim sem valdir eru til að sitja í stjórnum lífeyrissjóða. "Segja má að Lífeyrissjóður Austurlands hafi á þessum tíma ekki verið einn á báti í að veðja á rangan hest," segir hann um óarðbærar fjárfestingar og vísar til almenns þrýstings um að fjárfesta á arðbæran hátt. "En það breytir náttúrlega ekki því að fjárfestingar voru að minnsta kosti að hluta til utan heimilda og um það snýst hugsanlegt ákæruefni á stjórnarmenn. Bæði hvort þeir vissu og að hve miklu leyti þeir gátu borði ábyrgð á að sú leið var farin." Kæra sjóðsfélaga Lífeyrissjóðs Austurlands 10. apríl 2003 og framhaldsákæra 16. júní sama ár: Krafist var rannsóknar á Lánveitingum sjóðsins til Handsals hf. upp á rúmar 80 milljónir króna án veða, kaupa á hluta fé í óskráðu hlutafélagi, Stoke City Holding SA fyrir 56 milljónir króna árið 1999 á sama tíma og sjóðurinn átti meira fé í óskráðum félögum en lög leyfðu. Óskað var rannsóknar á stofnun framkvæmdastjóra og bókara sjóðsins á einkahlutafélaginu Dvergunum sjö, sem höndla átti með hlutabréf og önnur veðbréf. Kaup á 40 milljón króna skuldabréfi frá Burnham International sem gerð voru án vitundar stjórnar, lánveitingar upp á 2,2 milljónir króna umfram heimild til fyrrum framkvæmdastjóra sjóðsins og tvö lán upp á samtals 50 milljónir króna til félagsins Ísoldar ehf.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira