Fjárnám gert í eignum Hannesar 6. október 2005 00:01 Fjárnám var gert í dag í eignum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem breskir dómstólar dæmdu fyrir meiðyrði í garð Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Dómstóll í Englandi dæmdi Hannes nýlega til að greiða Jóni Ólafssyni 12 milljónir króna í skaðabætur fyrir meiðandi ummæli um að Jón hefði auðgast með ólöglegum hætti. Hannes segir að þetta hafi verið fyrir sex árum og hann minni á að það hafi verið forsíðufréttir í blöðum um það að Jón Ólafsson hefði hagnast á ólöglegri fíkniefnasölu. Hann hafi því eingöngu verið að upplýsa hverju hefði verið haldið fram um Jón og hann hafi sjálfur ekki tekið neina efnislega afstöðu til málsins vegna þess að hann ætlaði ekki að gera sig sekan um meiðyrði. Krafist var fjárnáms í eigum Hannesar, sem nýlega seldi félagi í eigu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, hús sitt við Hringbraut. Hannes býr áfram í húsinu og greiðir leigu. Fjárnámskrafan var tekin fyrir hjá sýslumanni Reykjavíkur í dag. Háværar umræður fóru fram milli lögmanna hvors um sig inni á skrifostu fulltrúa sýslumannsins þar sem setið var í á fjórðu klukkustund. Svo fór að tekið var fjárnám í veðskuldabréfi sem Hannes þarf að leggja fram. Aðspurð hvers vegna málið hafi verið sótt í Bretlandi þegar ummælin hafi fallið hér á landi og þau hafi íslenskur maður látið falla um annan íslenskan manna segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, að í þessu tilviki sé aðallega hægt að benda á að ummælin séu sett á netsíðu á ensku, Jón Ólafsson búi í Bretlandi og ummælin hafi verið meiðandi fyrir hann þar í landi. Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins, segir að hann hafi mótmælt ákvörðunum sýslumanns og að þeim verði öllum skotið til dómstóla. Enn fremur segir Heimir að þess verði freistað að fá málið upp tekið fyrir breskum dómstólum á ný. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Fjárnám var gert í dag í eignum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem breskir dómstólar dæmdu fyrir meiðyrði í garð Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Dómstóll í Englandi dæmdi Hannes nýlega til að greiða Jóni Ólafssyni 12 milljónir króna í skaðabætur fyrir meiðandi ummæli um að Jón hefði auðgast með ólöglegum hætti. Hannes segir að þetta hafi verið fyrir sex árum og hann minni á að það hafi verið forsíðufréttir í blöðum um það að Jón Ólafsson hefði hagnast á ólöglegri fíkniefnasölu. Hann hafi því eingöngu verið að upplýsa hverju hefði verið haldið fram um Jón og hann hafi sjálfur ekki tekið neina efnislega afstöðu til málsins vegna þess að hann ætlaði ekki að gera sig sekan um meiðyrði. Krafist var fjárnáms í eigum Hannesar, sem nýlega seldi félagi í eigu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, hús sitt við Hringbraut. Hannes býr áfram í húsinu og greiðir leigu. Fjárnámskrafan var tekin fyrir hjá sýslumanni Reykjavíkur í dag. Háværar umræður fóru fram milli lögmanna hvors um sig inni á skrifostu fulltrúa sýslumannsins þar sem setið var í á fjórðu klukkustund. Svo fór að tekið var fjárnám í veðskuldabréfi sem Hannes þarf að leggja fram. Aðspurð hvers vegna málið hafi verið sótt í Bretlandi þegar ummælin hafi fallið hér á landi og þau hafi íslenskur maður látið falla um annan íslenskan manna segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar, að í þessu tilviki sé aðallega hægt að benda á að ummælin séu sett á netsíðu á ensku, Jón Ólafsson búi í Bretlandi og ummælin hafi verið meiðandi fyrir hann þar í landi. Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins, segir að hann hafi mótmælt ákvörðunum sýslumanns og að þeim verði öllum skotið til dómstóla. Enn fremur segir Heimir að þess verði freistað að fá málið upp tekið fyrir breskum dómstólum á ný.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira