Lyf við fuglaflensu til fyrir 1/3 7. október 2005 00:01 Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur um aðgerðir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu. Tillögurnar koma frá heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra en á þeirra vegum hefur starfað nefnd frá 1. mars sem unnið hefur að úttekt vegna málsins. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir undirbúninginn felast meðal annars í því að upplýsa þá sem að málinu myndu koma um hvað geti gerst og hvernig skuli bregðast við. Á þeim tíma sem nefndin hafi starfað hafi verið keypt mikið magn af lyfjum gegn inflúensunni og segja megi að til séu birgðir sem dugi fyrir þriðjung þjóðarinnar. Þetta hafi nágrannaþjóðirnar einnig gert. Um 500 létust í spánsku veikinni árið 1918 og var helmingur þeirra á aldrinum 20 til 30 ára. Þá var tekið til þess ráðs að loka Holtavörðuheiðinni og við Meðalfellssand og sluppu Norðurland, Austurland og hluti Suðurlands við inflúensuna sem gekk yfir á um átta vikum. Aðspurður hvort slík lokun geti verið möguleg nú játar Haraldur því og segir hluta af sóttvarnaráðstöfunum ýmist einangrun eða afkvíun. Þetta verði að skoða og meta eftir aðstæðum. Menn hafi velt fyrir sér lokun landsins en það sé erfitt í framkvæmd. Haraldur segir að reynslan í spánsku veikinni hafi sýnt að það hafi skilað árangra að loka vissum landshlutum og það verði að skoða. Þá séu aðrir möguleikar eins og samkomubann og lokun skóla sem myndu draga mjög úr útbreiðslu veirunnar. Rauði krossinn vinnur nú að undirbúningi í samstarfi við aðra sem að málinu koma. Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, segir að hlutverk Rauða krossins gæti verið að fara með mat og lyf til sýktra fjölskyldna og vera tengill hennar við umheiminn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að til sé lyf gegn fuglaflensunni fyrir þriðjung þjóðarinnar. Ekki er útilokað að loka þurfi landshlutum og banna samkomur berist flensan hingað til lands. Í dag var tilkynnt um fyrsta tilfelli fuglaflensu í Evrópu eftir að þrír fuglar greindust með veiruna við ósa Dónár í Rúmeníu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur um aðgerðir vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu. Tillögurnar koma frá heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra en á þeirra vegum hefur starfað nefnd frá 1. mars sem unnið hefur að úttekt vegna málsins. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir undirbúninginn felast meðal annars í því að upplýsa þá sem að málinu myndu koma um hvað geti gerst og hvernig skuli bregðast við. Á þeim tíma sem nefndin hafi starfað hafi verið keypt mikið magn af lyfjum gegn inflúensunni og segja megi að til séu birgðir sem dugi fyrir þriðjung þjóðarinnar. Þetta hafi nágrannaþjóðirnar einnig gert. Um 500 létust í spánsku veikinni árið 1918 og var helmingur þeirra á aldrinum 20 til 30 ára. Þá var tekið til þess ráðs að loka Holtavörðuheiðinni og við Meðalfellssand og sluppu Norðurland, Austurland og hluti Suðurlands við inflúensuna sem gekk yfir á um átta vikum. Aðspurður hvort slík lokun geti verið möguleg nú játar Haraldur því og segir hluta af sóttvarnaráðstöfunum ýmist einangrun eða afkvíun. Þetta verði að skoða og meta eftir aðstæðum. Menn hafi velt fyrir sér lokun landsins en það sé erfitt í framkvæmd. Haraldur segir að reynslan í spánsku veikinni hafi sýnt að það hafi skilað árangra að loka vissum landshlutum og það verði að skoða. Þá séu aðrir möguleikar eins og samkomubann og lokun skóla sem myndu draga mjög úr útbreiðslu veirunnar. Rauði krossinn vinnur nú að undirbúningi í samstarfi við aðra sem að málinu koma. Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri neyðarvarna, segir að hlutverk Rauða krossins gæti verið að fara með mat og lyf til sýktra fjölskyldna og vera tengill hennar við umheiminn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira