Sport

Grátlegt tap hjá Stjörnustúlkum

Stjörnustúlkur þurftu að sætta sig við að falla úr keppni í Evrópukeppni bikarhafa með minnsta mögulega mun í dag, þegar þær töpuðu 33-27 fyrir tyrkneska liðinu Anadolu í síðari leik liðanna í Ásgarði. Tyrkneska liðið fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, því Stjarnan vann fyrri leik liðanna með sama mun á föstudag, en þar skoraði Tyrkneska liðið fleiri mörk. Þetta verða að teljast gríðarleg vonbrigði fyrir Stjörnuna, sem stóð ágætlega að vígi eftir fyrri leikinn. "Við vorum að nýta dauðafærin okkar afar illa í þessum leik og ég get ekki annað en verið sár og svekktur með frammistöðu míns liðs," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Atkvæðamestar í liði Stjörnunnar voru Rakel Bragadóttir og Jóna Ragnarsdóttir með fimm mörk hvor



Fleiri fréttir

Sjá meira


×