Avion næstframsæknast í Evrópu 15. október 2005 00:01 Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Avion Group er annað framsæknasta fyrirtæki Evrópu í ár samkvæmt lista evrópskra samtaka yfir fyrirtæki sem eru í hvað örustum vexti. Sex önnur íslensk fyrirtæki komast á listann. Listinn sem um ræðir hefur verið tekinn saman undanfarin tíu ár en að honum standa samtökin Europe´s Entrepreneurs for Growth sem hefur aðstetur í Brussel. Við röðun á listann er horft til þess hversu mikill vöxtur fyrirtækja hafi verið á síðustu þremur árum og var Avion Group valið úr hópi þúsunda fyrirtækja frá 18 Evrópulöndum sem uppfyltu ströng skilyrði um stöðugan vöxt. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á listanum auk ýmissa verðlauna í undirflokkum. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, segir verðlaunin hafa mikla þýðingu. Þetta sé ákveðin viðurkenning sem sýni að fyrirtækið sé á réttri braut og að eftir því sé tekið annars staðar. Það sé alltaf mjög ánægjulegt fyrir þá sem að þessum hlutum starfa, bæði hann og samstarfsmenn hans hjá fyrirtækinu. Aðspurður hvort hann telji að Avion Group geti nýtt verðlaunin á einhvern hátt í sínum viðskiptum eða útrás segir Magnús að þessar fréttir berist víða og verðlaunin veiti aukna viðurkenningu á því að Avion sé orðið stórt og virt fyrirtæki í sínum geira. Þetta efli fyrirækið heilmikið og krafturinn, sem hafi verið mikill fyrir, minnki ekki við þetta. Avion Group er fyrsta íslenska fyrirtækið sem nær svo ofarlega á listanum sem nefndur er Europe's 500, en auk þess eru sex önnur íslensk fyrirtæki á listanum. Það eru Actavis Group sem er í 23. sæti, Kögun í 80. sæti, Creditinfo Group í 103. sæti, Opin Kerfi Group í 136. sæti, Tölvumyndir í 179. sæti og Össur í 185. sæti. Verðlaunin verða veitt formlega þann 19. nóvember í Barcelona og meðal heiðursgesta á verðalaunaafhendingunni verða Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins. Avion Group hóf starfsemi í upphafi árs og starfa hátt í 5.000 manns hjá félaginu á 85 starfsstöðvum um allan heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira