Hannes í stað Ragnhildar 23. október 2005 17:50 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira