Segir þingmönnum sagt rangt til 21. október 2005 00:01 Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira