Erlent

Ben Bernanke tilnefndur sem seðlabankastjóri BNA

Ben Bernanke, sem tilnefndur var í gær í embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, sem tilnefndur var í gær í embætti seðlabankastjóra Bandaríkjanna. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Ben Bernanke, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke er ætlað að taka við af Alan Greenspan sem hættir snemma á næsta ári eftir ríflega 18 ár í starfi seðlabankastjóra.

Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu Bernankes en búist er við að hann muni hljóta náð fyrir augum deildarinnar þótt yfirheyrslur yfir honum verði hugsanlega strangar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×