Lokaumferðin í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst nú kl. 16 í dag og er óhætt að segja að háspenna ríki í tveimur leikjanna. Start er í efsta sæti með jafnmörg stig og Vålerenga, bæði með 45 stig.Árni Gautur Arason er í byrjunarliði Vålerenga og það er Jóhannes Harðarson einnig í liði Start.
Start hefur einu marki betur í markahlutfall og hefur auk þess skorað fleiri mörk. Start á heimaleik gegn Fredrikstad sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og verður að teljast líklegra til að hampa titlinum en Vålerenga á útileik gegn Odd Grenland sem er í 9. sæti deildarinnar.