Rafmögnuð spenna í opnunarleikjunum 2. nóvember 2005 13:00 TJ Ford keyrir inn í teiginn hjá Philadelphia í nótt, en Chris Webber er til varnar NordicPhotos/GettyImages Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Leiktíðin í NBA deildinni hófst í nótt með fjórum leikjum og ekki er hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu, því tveir leikjanna fóru í framlengingu og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leiknum sem háður var í Oklahoma City. Meistarar San Antonio fengu afhenta meistarahringa sína við hátíðlega athöfn á heimavelli sínum SBC Center, en hófu svo titilvörnina í leik gegn Denver Nuggets. Gestirnir byrjuðu nokkuð vel, en San Antonio gerði út um leikinn í fjórða leikhluta með ótrúlegri hittni og sigraði 102-91. Tony Parker skoraði mest hjá San Antonio eða 26 stig, Tim Duncan skoraði 19 stig, hirti 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Michael Finley fór mikinn fyrir sitt nýja lið og skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum. Carmelo Anthony skoraði mest fyrir Denver, 23 stig, en framherji liðsins Nene meiddist á hné og gæti orðið lengi frá keppni. Milwaukee Bucks vann góðan sigur á Philadelphia í framlengingu 117-108. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og leikstjórnandinn T.J. Ford spilaði sinn fyrsta leik í meira en ár eftir að hafa þurft í aðgerð vegna mænuskaða og fór mikinn. Ford skoraði 16 stig, átti 14 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, sannarlega lygileg tölfræði fyrir mann sem talið var að gæti aldrei leikið körfubolta framar. Allen Iverson skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia, en hitti afar illa í leiknum. Webber skoraði 32 stig og hirti 14 fráköst, mest í fyrri hálfleik. New Orleans/Oklahoma City Hornets spiluðu sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli og tóku Sacramento Kings mjög óvænt í kennslustund 93-67. P.J. Brown skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Hornets, en Peja Stojakovic skoraði 18 fyrir Kings, sem hittu aðeins úr 31% skota sinna í leiknum. Mikil stemming var í Oklahoma City og sögðust leikmennirnir aldrei hafa kynnst öðru eins. Liðið spilar flesta heimaleiki sína í Oklahoma í vetur vegna náttúruhamfaranna í New Orleans í haust. Lægsta stigaskor Sacramento-liðsins á öllu tímabilinu í fyrra var 73 stig. Rúsínan í pylsuendanum í gær var svo leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks, en sá leikur var í beinni útsendingu á NBA TV. Dallas hafði nauman útisigur í leiknum 111-108 eftir tvöfalda æsispennandi framlengingu. Steve Nash var stigahæstur í liði Phoenix með 30 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Vinur hans Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og 15 fráköst, en hann skoraði þrjár þriggja stiga körfur á síðustu mínútum í venjulegum leiktíma og náði að knýja fram framlengingu í leik sem Phoenix hafði algerlega í hendi sér.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira