Flautukarfa Bryant tryggði Lakers sigur 3. nóvember 2005 15:30 LeBron James fer vel af stað með Cleveland og fór hamförum í fyrrihálfleik í nótt, þar sem hann skoraði 24 stig. NordicPhotos/GettyImages Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Cleveland vann auðveldan sigur á New Orleans 109-87, þar sem LeBron James skoraði 24 af 31 stigi sínu í fyrri hálfleik og var hreint óstöðvandi. Hann hitti til að mynda úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Indiana sigraði Orlando 90-78. Jermaine O´Neal skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Indiana, en Steve Francis skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Orlando. Washington vann nauman sigur á Toronto 99-96. Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington en Jalen Rose var með 20 hjá Toronto. New York tapaði heima fyrir Boston í framlengingu 114-100 og þar með tapaði Larry Brown sýnum fyrsta leik sem þjálfari New York í vetur, og áræðanlega ekki þeim síðasta. Paul Pierce skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Boston, en Stephon Marbury var með 20 stig hjá New York. Michael Redd fór á kostum og skoraði 41 stig fyrir Milwaukee sem sigraði New Jersey 110-96. Nýliðinn Andrew Bogut skoraði 10 stig og hirti 17 fráköst í leiknum. Vince Carter skoraði 25 fyrir New Jersey. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia 108-88. Rip Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit en Allen Iverson 31 fyrir Philadelphia. Minnesota sigraði Portland 90-86. Kevin Garnett skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Minnesota, en Darius Miles skoraði 32 stig fyrir Portland. Antoine Walker fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir Miami Heat og skoraði 25 stig og hirti 16 fráköst í sigri liðsins á Memphis 97-78. Pau Gasol skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis. Chicago vann sigur á Charlotte 109-105, þar sem Chris Duhon hjá Chicago náði fyrstu þreföldu tvennunni á leiktíðinni með 18 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Houston lagði Sacramento 98-89. Jon Barry skoraði 24 stig fyrir Houston og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Sacramento var Bonzi Wells atkvæðamestur með 22 stig og 18 fráköst. Utah lagði Dallas 93-82. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Jason Terry skoraði 21 fyrir Dallas, sem kvöldið áður sigraði í tvöfaldri framlengingu í Phoenix. Nýliði Utah, Deron Williams fór mikinn undir lokin hjá Utah, en hann skoraði 18 stig í sínum fyrsta leik í NBA deildinni, þar af mikilvægar körfur á lokasprettinum. LA Clippers sigraði Seattle 101-93, þar sem Sam Cassell skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Clippers. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Seattle. Kobe Bryant tryggði Lakers sigur með flautukörfu í framlengingu þegar LA Lakers lögðu Denver á útivelli 99-97. Bryant skoraði 33 stig í leiknum, þar af 15 í fjórða leikhluta og framlengingu. Marcus Camby skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver. Golden State burstaði Atlanta 122-97. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Al Harrington skoraði 18 fyrir Atlanta. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira
Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers sinn fyrsta sigur á tímabilinu með flautukörfu í framlengingu gegn Denver og LeBron James fór mikinn hjá Cleveland gegn New Orleans Hornets. Þá átti Michael Redd stórleik þegar Milwaukee vann annan sigurinn í röð á tveimur dögum. Cleveland vann auðveldan sigur á New Orleans 109-87, þar sem LeBron James skoraði 24 af 31 stigi sínu í fyrri hálfleik og var hreint óstöðvandi. Hann hitti til að mynda úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í hálfleiknum. Indiana sigraði Orlando 90-78. Jermaine O´Neal skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst fyrir Indiana, en Steve Francis skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Orlando. Washington vann nauman sigur á Toronto 99-96. Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington en Jalen Rose var með 20 hjá Toronto. New York tapaði heima fyrir Boston í framlengingu 114-100 og þar með tapaði Larry Brown sýnum fyrsta leik sem þjálfari New York í vetur, og áræðanlega ekki þeim síðasta. Paul Pierce skoraði 30 stig og hirti 12 fráköst hjá Boston, en Stephon Marbury var með 20 stig hjá New York. Michael Redd fór á kostum og skoraði 41 stig fyrir Milwaukee sem sigraði New Jersey 110-96. Nýliðinn Andrew Bogut skoraði 10 stig og hirti 17 fráköst í leiknum. Vince Carter skoraði 25 fyrir New Jersey. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia 108-88. Rip Hamilton skoraði 37 stig fyrir Detroit en Allen Iverson 31 fyrir Philadelphia. Minnesota sigraði Portland 90-86. Kevin Garnett skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar hjá Minnesota, en Darius Miles skoraði 32 stig fyrir Portland. Antoine Walker fór mikinn í sínum fyrsta leik fyrir Miami Heat og skoraði 25 stig og hirti 16 fráköst í sigri liðsins á Memphis 97-78. Pau Gasol skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis. Chicago vann sigur á Charlotte 109-105, þar sem Chris Duhon hjá Chicago náði fyrstu þreföldu tvennunni á leiktíðinni með 18 stigum, 10 fráköstum og 12 stoðsendingum. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte. Houston lagði Sacramento 98-89. Jon Barry skoraði 24 stig fyrir Houston og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. Yao Ming skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Sacramento var Bonzi Wells atkvæðamestur með 22 stig og 18 fráköst. Utah lagði Dallas 93-82. Mehmet Okur skoraði 27 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Jason Terry skoraði 21 fyrir Dallas, sem kvöldið áður sigraði í tvöfaldri framlengingu í Phoenix. Nýliði Utah, Deron Williams fór mikinn undir lokin hjá Utah, en hann skoraði 18 stig í sínum fyrsta leik í NBA deildinni, þar af mikilvægar körfur á lokasprettinum. LA Clippers sigraði Seattle 101-93, þar sem Sam Cassell skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar í sínum fyrsta leik fyrir Clippers. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Seattle. Kobe Bryant tryggði Lakers sigur með flautukörfu í framlengingu þegar LA Lakers lögðu Denver á útivelli 99-97. Bryant skoraði 33 stig í leiknum, þar af 15 í fjórða leikhluta og framlengingu. Marcus Camby skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Denver. Golden State burstaði Atlanta 122-97. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Al Harrington skoraði 18 fyrir Atlanta.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Sjá meira