Hamilton tryggði Detroit sigur í lokin 5. nóvember 2005 18:45 Rip Hamilton hefur farið á kostum með Detroit það sem af er tímabili NordicPhotos/GettyImages Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota. Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi og þar bar hæst sigurkarfa Rip Hamilton á lokasekúndunni gegn Boston í æsispennandi leik sem sýndur var beint á NBA TV á Digital Ísland. Rip Hamilton hefur farið á kostum í fyrstu leikjum tímabilsins og í gærkvöldi skoraði hann sigurkörfu Detroit í 82-81 sigri á Boston, um leið og lokaflautan gall. Hamilton hafði aðeins 0,8 sekúndur til að koma skotinu á körfuna og það tókst, en leikmenn Boston héldu að þeir hefðu tryggt sér sigurinn með skoti Mark Blount skömmu áður. Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig, en Paul Pierce skoraði 28 fyrir Boston. Memphis lagði Orlando á útivelli 94-85 þar sem Eddie Jones skoraði 25 stig og fimm þriggja stiga körfur, en Steve Francis skoraði 22 stig fyrir Orlando. Philadelphia tapaði þriðja leik sínum í röð þegar liðið steinlá fyrir lágt skrifuðu liði Charlotte á heimavelli 110-93. Áhorfendur bauluðu á lið Philadelphia, sem hefur byrjað skelfilega á leiktíðinni. Emeka Okafor skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Charlotte, en Allen Iverson skoraði 29 stig fyrir Philadelphia. New Jersey lagði Toronto 102-92. Richard Jefferson skoraði 35 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Jersey, en Jose Calderon og Morris Peterson skoruðu 20 hvor fyrir Kanadaliðið. New York tapaði fyrsta heimaleiknum sínum þegar liðið lá gegn Washington 86-75. Gilbert Arenas skoraði 27 stig fyrir Washington en Stephon Marbury skoraði 19 fyrir New York, sem er án sigurs eftir tvo leiki. Meistarar San Antonio tóku Cleveland í kennslustund á heimavelli sínum 102-76 og sýndu liði Cleveland að það á enn langt í land með að blanda sér í baráttu þeirra bestu. Sigur meistaranna var fádæma öruggur og aldrei í hættu í síðari hálfleik. Tim Duncan skoraði 21 stig og hirti 10 fráköstu fyrir San Antonio, en LeBron James skoraði 20 fyrir Cleveland. Denver lék aftur undir stjórn þjálfara síns George Karl, sem hafði verið í leikbanni í fyrstu tveimur leikjum vetrarins og var allt annað að sjá til liðsins. Denver vann sinn fyrsta sigur með því að bursta lánlaust lið Portland 107-68. Marcus Camby skoraði 23 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver og Voshon Lenard skoraði 17 stig, hirti 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, en Darius Miles skoraði 13 fyrir Portland. Utah Jazz vann góðan útisigur á Golden State Warriors 91-85, en Golden State lék án Baron Davis sem var meiddur og það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir lið Golden State, sem var heillum horfið í leik sem var sýndur á NBA TV. Mehmet Okur var aftur stigahæstur í liði Utah með 23 stig, þar af 19 í síðari hálfleik og hirti 14 fráköst. LA Clippers unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks 92-77. Cuttino Mobley skoraði 19 stig fyrir Clippers, en Salim Stoudemire skoraði 15 stig fyrir Atlanta. Að lokum vann Seattle sigur á Minnesota 107-102. Ray Allen skoraði 32 stig fyrir Seattle, en Kevin Garnett skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Minnesota.
Erlendar Game Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira