Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga.
Þá var einn leikur í kvennaflokki fyrr í dag þar sem FH vann nauman sigur á liði ÍBV 21-20, en þarna var á ferðinni fyrsta tap Eyjastúlkna í deildinni.