San Antonio þurfti framlengingu í Chicago 8. nóvember 2005 12:30 Tim Duncan var að venju góður í liði San Antonio, skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira
Fimm leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar San Antonio lögðu Chicago 104-95 í framlengdum leik og LA Clippers tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Þá er Toronto enn án sigurs. Leikur Chicago og San Antonio var æsispennandi og jafn í venjulegum leiktíma, en þegar í framlenginguna var komið sýndu meistararnir úr hverju þeir eru gerðir og unnu aukahlutann 13-4. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð í framlengingu á útivelli og nær sú sigurganga aftur til ársins 2002. Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 16 fráköst fyrir San Antonio, en Luol Deng var með 19 stig fyrir Chicago. Leikur Miami Heat og New Jersey Nets var líka æsispennandi, en það var Miami sem stal sigrinum 90-89, þar sem Dwayne Wade var hetja Miami. Hann kom liði sínu yfir í lokin með vítaskoti og varði svo skottilraun Vince Carter í síðustu sókn New Jersey. Wade skoraði 23 stig í leiknum, en Carter 32 fyrir New Jersey. Cleveland vann auðveldan sigur á slöku liði Toronto á útivelli 105-93. LeBron James skoraði 27 stig fyrir Cleveland en Chris Bosh var með 26 stig og 12 fráköst hjá Toronto. LA Clippers töpuðu sínum fyrsta leik í vetur þegar þeir lágu fyrir Minnesota 93-78. Elton Brand skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett var með 22 stig 11 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Minnesota. Utah Jazz gerði góða ferð til Charlotte og sigraði þar í framlengingu 95-91. Utah hafði góða forystu í þriðja leikhluta, en baráttuglaðir heimamenn náðu að knýja framlengingu. Þar var það hinsvegar maður leiksins, tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur sem tók öll völd og tryggði gestunum sigurinn. Okur skoraði 31 stig í leiknum, sem er persónulegt met, og hirti auk þess 8 fráköst. Andrei Kirilenko skoraði 20 stig, hirti 8 fráköst og varði 7 skot fyrir Utah, en Primoz Brezek, Jumaine Jones og Sean May skoruðu 13 hver fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Mané tryggði Senegal stig Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Sjá meira