Innlent

Sakar stjórnvöld um skilningsleysi

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Mynd/Vísir

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýnir stjórnvöld harkalega fyrir skilningsleysi á stöðu útflutningsgreina og segir hátt gengi íslensku krónunnar hafa smám saman verið að draga tennurnar úr útflutningsgreinunum og ferðaþjónustunni án þess að nokkuð sé gert. Þetta segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Bergur segir sterka stöðu krónunnar ekki aðeins koma niður á útgerð og fiskvinnslu í Eyjum heldur allri þjónustu og að hugsanlegt sé að bæjarsjóður verið að horfa fram á lækkun útsvarstekna um fimm til sjö prósent. Bergur segir sjávarplássum smám saman blæða út og leggur til að stofnanir eins og Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins verði fluttar til staða eins og Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×