Innlent

Búist við 67 milljóna rekstarafgangi á næsta ári

Frá Mosfellsbæ.
Frá Mosfellsbæ.

Búist er við að rekstarafgangur Mosfellsbæjar verði jákvæður um 67 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun sem lögð var fram í bæjarráði í dag. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ segir að gert sé ráð fyrir að heildartekjur verði 2,9 milljarðar en launakostnaður 1,5 milljarður, þar af renna 1,2 milljarður til fræðslu-, íþrótta- og tómstundamála.

Þá er reiknað með að skuldir á hvern íbúa haldi áfram að lækka. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir framkvæmdum fyrir 394 milljónir og vega framkvæmdir til æskulýðs- og íþróttamála hæst eða 202 milljónir. Þá verður hafist handa við hönnun nýs grunnskóla og nýs leikskóla og í febrúarmánuði ásamt því sem lokið verður við tengingu fráveitukerfis við hreinsistöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×