Ómar Stefánsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Hann bar sigur úr býtum í prófkjöri Framsóknarflokksins í gær og hlaut 666 atkvæði í fyrsta sæti listans. 2.556 greiddu atkvæði. Ómar er eini sitjandi bæjarfulltrúi flokksins sem gaf kost á sér í prófkjörinu.
Samúel Örn Erlingsson varð í öðru sæti og Una María Óskarsdóttir í því þriðja. Linda Björg Bentsdóttir lenti í fjórða sæti, Andrés Pétursson í því fimmta og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir í því sjötta.