Ástralir tryggðu sér í dag sæti á HM í Þýskalandi eftir frækinn sigur á Ungverjum í vítaspyrnukeppni í Sydney. Marco Breciano skoraði mark Ástrala á 35. mínútu og því var staðan jöfn 1-1 samanlagt, en Ástralir höfðu betur í vítakeppninni.
Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1974 sem Ástralir komast í lokakeppni HM í knattspyrnu og því ríkir mikil gleði þar á bæ.