Innlent

Varnarviðræður í lausu lofti

Varnarviðræður Íslands og Bandaríkjanna eru í lausu lofti og ekki hefur enn verið boðað til næsta samningafundar. Á fundi með blaðamönnum í dag sagði forsætisráðherra að síðasta útspil Bandaríkjamanna hafi komið á óvart og verið með öllu óviðunandi.

Í vor verða liðin fimm ár eru frá því að síðasta bókun við varnarsáttmála þjóðanna rann út. Ekkert hefur gerst frá því hún var gerð árið 1996. Íslenski ráðamenn hafa þó rætt varnarmál landsins á alþjóðavettvangi. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir að sérstaklega varnarmálin sérstaklega vera rædd á Norðurlöndunum og bæði núverandi og fyrrverandi framkvæmdstjórar Atlantshafsbandalagsins hafa verið upplýstir reglulega um þetta mál og hann segist vita til þess að þeir hafi báðir verið í samskiptum við Bandaríkin vegna varnarmála. Halldór segir sérstaklega mikilvægt að forðast að taka málið upp á vettvangi Atlantshafsbandalagsins, hann sagðist frekar vilja reyna að taka það upp í tvíhliða umræðu en ekki inn á borð í Brussel.

Vel kemur til greina að Íslendingar greiði fyrir hinn borgaralega hluta herstöðvarinnar á miðnesheiði og Keflavíkur flugvallar. Hugmyndir Bandaríkjamanna ganga þó enn lengra í þá veru að Íslendingar greiði hluta kostnaðarins við veru hins eiginlega herliðs. Slíkt kemur ekki til greina. Halldór segist hafa verið þeirrar skoðunar að það sé sjálfsagt að Ísland taki í miklu meira mæli að sér rekstur Keflavíkurflugvallar en verið hefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×