Detroit hélt sigurgöngunni áfram í Texas 19. nóvember 2005 14:00 Dwayne Wade hefur sig til flugs gegn Philadelphia í nótt, en kappinn var hársbreidd frá þrennu í leiknum og tróð eins og berserkur á körfu Philadelphia NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Heitasta lið deildarinnar, Detroit Pistons, vann áttunda leik sinn í röð þegar liðið skellt Houston Rockets á útivelli og Dwayne Wade hélt troðsýningu fyrir áskrifendur NBA TV, þegar henn leiddi lið sitt Miami til sigurs gegn Philadelphia í skemmtilegum leik sem sýndur var beint á stöðinni. Cleveland (7-2) vann fimmta leik sinn í röð þegar liðið skellti Orlando (3-5)auðveldlega 102-84. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst, nær allt í fyrri hálfleik, en Cleveland gat leyft sér að hvíla lykilmenn sína í restina. Steve Francis skoraði 21 stig fyrir Orlando. Indiana (5-3) sigraði Charlotte (3-7) 93-85. Jermaine O´Neal átti stórleik fyrir Indiana og skoraði 29 stig og hirti 18 fráköst, en Kareem Rush skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Toronto (0-9) tapaði níunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Boston (4-5) 100-93. Paul Pierce og Ricky Davis skoruðu 26 stig fyrir Boston, en Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto. Miami (6-3) sigraði Philadelphia (6-4) 106-96. Dwayne Wade skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Philadelphia, sem hafði unnið sex leiki í röð. Atlanta (0-9) tapaði níunda leiknum í röð þegar liðið sótti New Orleans (3-5) heim. Leikar enduðu 95-92 fyrir New Orleans, en Atlanta vann upp 25 stiga forskot heimamanna með ótrúlegum lokakafla og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum. Nýliðinn Chris Paul var frábær í liði New Orleans og skoraði 25 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Salim Stoudamire skoraði 30 stig fyrir Atlanta, þar af ein 20 í fjórða leikhlutanum. Denver (5-5) lagði New York (2-7) 95-86 í Denver. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver, en Channing Frye skoraði 22 stig fyrir New York. Utah (4-6) tapaði fjórða leik sínum í röð þegar liðið lá í Phoenix (4-4) 102-94. Mehmet Okur var stigahæstur í liði Utah með 29 stig, en Eddie House átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann kom af varamannabekk Phoenix og skoraði 31 stig, þar af 7 þriggja stiga körfur. Detroit (8-0) sigraði Houston (3-6) 78-70 á útivelli. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Yao Ming var með 20 fyrir Houston. Ming fór útaf með sex villur þegar nokkuð lifði af fjórða leikhlutanum og það kostaði lið Houston, rétt eins og hittni félaga hans Tracy McGrady, sem nýtti aðeins 3 af 16 skotum sínum í leiknum. Þetta er besta byrjun Detroit síðan á árinu sem liðið varð meistari í fyrsta sinn 1988, en ef liðið nær að vinna Dallas í kvöld, jafnar það félagsmet sitt með níu sigrum í röð í upphafi leiktíðar sem sett var árið 1970. Golden State (6-4) sigraði Portland (3-4) 91-80. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Sebastian Telfair var með 20 fyrir Portland. Sacramento (4-5) vann auðveldan sigur á Milwaukee (5-3) 103-82. Joe Smith skoraði 21 stig fyrir Milwaukee, en Peja Stojakovic var með 19 stig í jöfnu liði Sacramento. LA Clippers (7-2) hafði betur gegn grönnum sínum LA Lakers (4-5) 97-91. Elton Brand skoraði 28 stig og hirti 14 fráköst fyrir Clippers, Corey Maggette skoraði 21 stig og Cuttino Mobley var með 20 stig. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði Lakers eins og alltaf, skoraði 36 stig, en hitti skelfilega. Bryant hitti aðeins úr 12 af 35 skotum sínum utan af velli og skyndilega er Clippers orðið stóra liðið í Los Angeles. Að lokum sigraði Seattle (3-5) lið Chicago (4-5) á heimavelli sínum 98-84. Rashard Lewis og Ray Allen skoruðu báðir 27 stig fyrir Seattle, en Luol Deng var með 16 stig í liði Chicago. Erlendar Fréttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Tólf leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Heitasta lið deildarinnar, Detroit Pistons, vann áttunda leik sinn í röð þegar liðið skellt Houston Rockets á útivelli og Dwayne Wade hélt troðsýningu fyrir áskrifendur NBA TV, þegar henn leiddi lið sitt Miami til sigurs gegn Philadelphia í skemmtilegum leik sem sýndur var beint á stöðinni. Cleveland (7-2) vann fimmta leik sinn í röð þegar liðið skellti Orlando (3-5)auðveldlega 102-84. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst, nær allt í fyrri hálfleik, en Cleveland gat leyft sér að hvíla lykilmenn sína í restina. Steve Francis skoraði 21 stig fyrir Orlando. Indiana (5-3) sigraði Charlotte (3-7) 93-85. Jermaine O´Neal átti stórleik fyrir Indiana og skoraði 29 stig og hirti 18 fráköst, en Kareem Rush skoraði 20 stig fyrir Charlotte. Toronto (0-9) tapaði níunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Boston (4-5) 100-93. Paul Pierce og Ricky Davis skoruðu 26 stig fyrir Boston, en Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto. Miami (6-3) sigraði Philadelphia (6-4) 106-96. Dwayne Wade skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Philadelphia, sem hafði unnið sex leiki í röð. Atlanta (0-9) tapaði níunda leiknum í röð þegar liðið sótti New Orleans (3-5) heim. Leikar enduðu 95-92 fyrir New Orleans, en Atlanta vann upp 25 stiga forskot heimamanna með ótrúlegum lokakafla og voru hársbreidd frá því að stela sigrinum. Nýliðinn Chris Paul var frábær í liði New Orleans og skoraði 25 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Salim Stoudamire skoraði 30 stig fyrir Atlanta, þar af ein 20 í fjórða leikhlutanum. Denver (5-5) lagði New York (2-7) 95-86 í Denver. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver, en Channing Frye skoraði 22 stig fyrir New York. Utah (4-6) tapaði fjórða leik sínum í röð þegar liðið lá í Phoenix (4-4) 102-94. Mehmet Okur var stigahæstur í liði Utah með 29 stig, en Eddie House átti besta leik sinn á ferlinum þegar hann kom af varamannabekk Phoenix og skoraði 31 stig, þar af 7 þriggja stiga körfur. Detroit (8-0) sigraði Houston (3-6) 78-70 á útivelli. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Yao Ming var með 20 fyrir Houston. Ming fór útaf með sex villur þegar nokkuð lifði af fjórða leikhlutanum og það kostaði lið Houston, rétt eins og hittni félaga hans Tracy McGrady, sem nýtti aðeins 3 af 16 skotum sínum í leiknum. Þetta er besta byrjun Detroit síðan á árinu sem liðið varð meistari í fyrsta sinn 1988, en ef liðið nær að vinna Dallas í kvöld, jafnar það félagsmet sitt með níu sigrum í röð í upphafi leiktíðar sem sett var árið 1970. Golden State (6-4) sigraði Portland (3-4) 91-80. Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State, en Sebastian Telfair var með 20 fyrir Portland. Sacramento (4-5) vann auðveldan sigur á Milwaukee (5-3) 103-82. Joe Smith skoraði 21 stig fyrir Milwaukee, en Peja Stojakovic var með 19 stig í jöfnu liði Sacramento. LA Clippers (7-2) hafði betur gegn grönnum sínum LA Lakers (4-5) 97-91. Elton Brand skoraði 28 stig og hirti 14 fráköst fyrir Clippers, Corey Maggette skoraði 21 stig og Cuttino Mobley var með 20 stig. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði Lakers eins og alltaf, skoraði 36 stig, en hitti skelfilega. Bryant hitti aðeins úr 12 af 35 skotum sínum utan af velli og skyndilega er Clippers orðið stóra liðið í Los Angeles. Að lokum sigraði Seattle (3-5) lið Chicago (4-5) á heimavelli sínum 98-84. Rashard Lewis og Ray Allen skoruðu báðir 27 stig fyrir Seattle, en Luol Deng var með 16 stig í liði Chicago.
Erlendar Fréttir Körfubolti NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti