Innlent

Frumvarp um starfsmannaleigur þarf að vinna betur

Frumvarp að lögum um starfsmannaleigur sætti harðri gagnrýni sjórnarandstöðunnar í dag. Þingmenn gerðu miklar athugasemdir við flestar greinar frumvarpsins, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti að verkalýðshreyfiingin væri óánægð með ýmis atriði frumvarpsins og hann vildi láta fara betur yfir það. Aðrir þingmenn tóku í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði margt í frumvarpinu bæði kauðskt og óskiljanlegt, til að mynda elleftu grein frumvarpsins þar sem fjallað er um hugsanleg lögbrot starfsmannaleiga. Steingrímur sagði vanta skýrari laga- og refsiramma í þá grein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×