Best borinn til grafar í dag
Norður-írska knattspyrnugoðið George Best var borinn til grafar í heimalandi sínu í dag í viðurvist tugþúsunda aðdáenda og aðstandenda, sem veittu honum virðingu sína í hinsta sinn. Best var jarðsettur í austurhluta Belfast, nánar tiltekið í Roselawn kirkjugarðinum.