Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur verið útnefndur besti atvinnuökumaður heimsins á árinu 2005 af tímaritinu Autosport. Raikkonen hlýtur heiður þennan þó hann hafi orðið í öðru sæti í keppni ökumanna í formúlu 1 á árinu, en hann þótti sýna góðan akstur þó bíll hans væri ekki alltaf nógu öruggur.
Það var fyrrum heimsmeistarinn Nigel Mansell sem afhenti Finnanum unga verðlaunin í London og sagðist þess fullviss að Raikkonen ætti eftir að verða meistari.
"Ég þekki tilfinninguna að verða annar, en hjá Kimi er þetta bara spurning um tíma - hann er meistari framtíðarinnar," sagði Mansell