Sjötti sigur Phoenix í röð 5. desember 2005 15:30 Hér takast þeir í hendur fyrir leikinn í gær fyrrum félagarnir hjá Phoenix, Joe Johnson og Steve Nash NordicPhotos/GettyImages Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira