Sport

Indiana burstaði Washington

Stephen Jackson sækir hér einbeittur að vörn Washington í nótt, en hann var stigahæsti maður kvöldsins með 30 stig
Stephen Jackson sækir hér einbeittur að vörn Washington í nótt, en hann var stigahæsti maður kvöldsins með 30 stig NordicPhotos/GettyImages

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Indiana Pacers burstaði Washington Wizards 111-87, en Indiana lék án Ron Artest sem er meiddur. Þá vann Houston Rockets góðan útisigur á Sacramento 106-95, en Sacramento hefur nú tapað 5 leikjum í röð.

Stephen Jackson var stigahæstur hjá Indiana gegn Washington og skoraði 30 stig, en Jermaine O´Neal kom næstur með 25 stig og hirti 10 fráköst. Gilbert Arenan skoraði 17 stig fyrir Washington.

Tracy McGrady skoraði 28 stig fyrir Houston í sigrinum á Sacramento, en Mike Bibby skoraði 24 stig fyrir Sacramento og Mike Miller var með 21 stig og 8 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×