Hafði neytt kókaíns

Hinn 29 ára gamli leikmaður Swansea, Ijah Anderson hefur verið dæmdur í keppnisbann um óákveðinn tíma eftir að hann féll á lyfjaprófi þar sem ljóst þótti að hann hefði neytt kókaíns. Anderson á yfir höfði sér sex mánaða keppnisbann af hendi knattspyrnusambandsins í Wales.