Ciudad Real mætir Celje Lasko
Í dag var dregið í 8-liða úrslit Evrópukeppnanna í handbolta. Í Meistaradeildinni mæta Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real sterku liði Celje Lasko frá Slóveníu. Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Gummersbach mæta Bidasoa frá Spáni í EHF keppninni og Lemgo, lið Ásgeirs Hallgrímssonar og Loga Geirssonar, mætir rússneska liðinu Dynamo Astachan.