Innlent

Lækka tolla ekki ótilneydd

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. MYND/Hari

Stjórnvöld lækka ekki tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir fyrr en þau neyðast til þess vegna alþjóðasamþykkta. Þangað til verða Íslendingar að greiða hæsta matvælaverð í heimi segir formaður Neytendasamtakanna.

Samkomulagið sem náðist á viðskiptaþingi Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong bætir nokkuð stöðu fátækustu ríkja heims og því ber að fagna segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir skrefin sem þar voru stigin þó varfærnisleg og lítil og að áhrif þeirra á matvælaverð hérlendis verði afar lítil.

Á fundinum í Hong Kong var samþykkt að fella niður útflutningsstyrki ríkustu þjóða heims og tolla á landbúnaðarafurðir þeirra fátækustu. Hvo rugt breytir þó miklu fyrir Ísland þar sem búið var að gera hvoru tveggja. En mega íslenskir neytendur eiga von á því að tollar á innfluttar landbúnaðarafurðir lækki eða falli niður á næstunni og matvælaverð lækki? Jóhannes segir að miðað við orð Geirs H. Haarde utanríkisráðherra í fréttum NFS í gærkvöldi um að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að lækka tolla en aðeins í samfloti við önnur ríki sé ekki við því að búast að tollar lækki fyrr en Íslendingar neyðist til þess vegna alþjóðlegra samþykkta. EES-samninginn hafi þurft til að lækka ýmsa tolla og Alþjóða viðskiptastofnunina þurfi til að lækka tolla á kjöt og mjólkurafurðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×