Innlent

Sjálfstæðiflokkurinn með mikinn meirihluta samkvæmt könnun

Sjálfstæðisflokkurinn er með mikinn meirihluta í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Gallup. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni en um þrjátíu prósent borgarbúa treysta Birni Inga Hrafnssyni, sem stefnir á efsta sæti á lista framsóknarmanna, til að gegna starfi borgarstjóra.

Könnunin var unnin fyrir Franca sem er almannatengslafyrirtæki sem vinnur fyrir B jörn Inga. Hún leiðir í ljós að fylgi S jálfstæðisflokksins er 55,7 prósent, S amfylkingin fengi 25,3 prósent og V instri - grænir fengju 12,3 . Framsókn fengi 4,8 prósent og næði ekki inn mann i , en í könnun sem Gallup gerði í september fyrir sömu aðila var flokkurinn með 2,3 prósent. Í þessari könnun fengi Frjálslyndi flokkurinn 1,7 prósent og önnur framboð 0,2 prósent. Þrátt fyrir lítið fylgi F ramsóknarflokksins í borginni treysta 31,5 prósent kjósenda Birni Inga til að gegna embætti borgarstjóri. Mest er fylgi við hann á meðal kjósenda Framsóknarflokksin s en athygli vekur að rétt ríflega 30 prósent kjósenda S jálfstæðisflokksins treysta honum til að vera borgarstjóri.

6,7 prósent aðspurðra í könnuninni telja líklegt að þeir muni taka þátt í pröfkjöri Framsóknarflokksins sem fram fer í febrúar. Ef allir þessir kysu síðan flokkinn næði hann inn manni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×