Innlent

Samkomulag milli Björns og Hjördísar

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands MYND/Vísir

Samkomulag hefur tekist milli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og Hjördísar Hákonardóttur, dómsstjóra, vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði hæstaréttardómara haustið 2003. Björn skipaði þá Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Samkomulagið felur í sér að Hjördís fái árs leyfi til að sinna fræðistörfum og að því loknu verði væntanlega gerður við hana starfslokasamningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×