Skýrari blokkir eftir Íslandsbankasöluna 9. janúar 2006 00:01 Ánægðir með viðskiptin. Guðmundur Ólason, starfsmaður Milestone, Karl Wernwersson, stærsti einstaki eigandi Íslandsbanka og Bjarni Ármannsson, forstjóri voru kátir eftir að gengið hafði verið frá sölu Straums Burðaráss í bankanum í gærkvöldi. Með sölu Straums á fjórðungshlut í Íslandsbanka sem undirrituð var í gærkvöldi lýkur enn einum kaflanum í hræringum innan hluthafahóps bankans. Eftir viðskiptin mynda Milestone sem lýtur forystu Karls Wernerssonar, Baugur og FL Group kjölfestu í bankanum með tæplega 40 prósenta hlut. Meðal þeirra sem keyptu hlut af Straumi eru Engeyjarbræður, Einar og Benedikt Sveinssynir sem hafa verið í hluthafahópi bankans, og Jón Snorrason sem setið hefur í bankaráðinu. Einar Sveinsson er formaður bankaráðsins. "Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu," segir Einar. Einnig kaupir Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip hlut af Straumi. Straumur mun halda eftir tveggja til þriggja prósenta hlut í bankanum. Kjölfestueigendur bankans hafa sömu sýn á stefnuna og telja verður líklegt að viðskiptin nú um helgina marki upphafið að frekari sókn bankans. Straumur er afsprengi Íslandsbanka og frá því að Straumur sigldi sína leið hefur mátt búast við því að Íslandsbanki byggði upp öfluga einingu til að taka þátt í fjárfestingastarfsemi. Sá hópur sem nú myndar kjölfestu í bankanum er líklegur til að vilja byggja hratt upp slíka starfsemi. Eftir þessi viðskipti eru afar fjársterkir kjölfestueigendur í hluthafahóp Íslandsbanka sem opnar fyrir ýmis sóknarfæri. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á stjórn fyrr en á næsta aðalfundi í mars. Með sölu Straums á hlutinum í Íslandsbanka má greina skýrar skiptingu stærstu aðila í íslensku viðskiptalífi sem hverfast um viðskiptabankana þrjá. Þessi viðskipti marka einnig tímamót í baráttu um ráðandi stöðu í bankanum. Undanfarin misseri hefur Karl Wernersson lagst á sveif með stjórendum bankans um að skapa einingu í bankaráðinu. Karl hefur unnið að því um nokkurt skeið að hlutur Straums yrði keyptur. Samningar um lausn málsins voru langt komnir á Þorláksmessu, en ágreiningur um bréf í KB banka varð til þess að þá slitnaði upp úr viðræðum. Stærsti hluti eignarhlutar Straums er tilkomin upphaflega með kaupum Landsbankans og Burðaráss í bankanum. Hugur Björgólfsfeðga sem voru stærstu eigendur beggja félaga stóð þá til að sameina Landsbanka og Íslandsbanka. Andstaða var við þau áform meðal ráðandi hluthafa Íslandsbanka. Eftir kaupin er FL Group næststærsti hluthafi Íslandsbanka. "Við lítum á þetta sem góða fjárfestingu og höfum mikla trú á framtíð bankans," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir ótímabært að ræða frekari áform með fjárfestingunni. Karl Wernersson sagðist ánægður með að viðskiptin væru í höfn, en hann hefur um nokkurt skeið verið aðalhvatamaðurinn að því að mynda sterka einingu til að standa að baki sókn bankans. Með sölunni innleysir Straumur Burðarás mikinn hagnað og ljóst að bankinn er með mikla fjárfestingargetu. Samkvæmt lögum varð Straumur að draga eignina í Íslandsbanka frá eigin fé sínu og því losnar um talsvert afl til útlána og fjárfestinga við söluna. Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Með sölu Straums á fjórðungshlut í Íslandsbanka sem undirrituð var í gærkvöldi lýkur enn einum kaflanum í hræringum innan hluthafahóps bankans. Eftir viðskiptin mynda Milestone sem lýtur forystu Karls Wernerssonar, Baugur og FL Group kjölfestu í bankanum með tæplega 40 prósenta hlut. Meðal þeirra sem keyptu hlut af Straumi eru Engeyjarbræður, Einar og Benedikt Sveinssynir sem hafa verið í hluthafahópi bankans, og Jón Snorrason sem setið hefur í bankaráðinu. Einar Sveinsson er formaður bankaráðsins. "Við erum mjög ánægðir með þessa niðurstöðu," segir Einar. Einnig kaupir Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip hlut af Straumi. Straumur mun halda eftir tveggja til þriggja prósenta hlut í bankanum. Kjölfestueigendur bankans hafa sömu sýn á stefnuna og telja verður líklegt að viðskiptin nú um helgina marki upphafið að frekari sókn bankans. Straumur er afsprengi Íslandsbanka og frá því að Straumur sigldi sína leið hefur mátt búast við því að Íslandsbanki byggði upp öfluga einingu til að taka þátt í fjárfestingastarfsemi. Sá hópur sem nú myndar kjölfestu í bankanum er líklegur til að vilja byggja hratt upp slíka starfsemi. Eftir þessi viðskipti eru afar fjársterkir kjölfestueigendur í hluthafahóp Íslandsbanka sem opnar fyrir ýmis sóknarfæri. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á stjórn fyrr en á næsta aðalfundi í mars. Með sölu Straums á hlutinum í Íslandsbanka má greina skýrar skiptingu stærstu aðila í íslensku viðskiptalífi sem hverfast um viðskiptabankana þrjá. Þessi viðskipti marka einnig tímamót í baráttu um ráðandi stöðu í bankanum. Undanfarin misseri hefur Karl Wernersson lagst á sveif með stjórendum bankans um að skapa einingu í bankaráðinu. Karl hefur unnið að því um nokkurt skeið að hlutur Straums yrði keyptur. Samningar um lausn málsins voru langt komnir á Þorláksmessu, en ágreiningur um bréf í KB banka varð til þess að þá slitnaði upp úr viðræðum. Stærsti hluti eignarhlutar Straums er tilkomin upphaflega með kaupum Landsbankans og Burðaráss í bankanum. Hugur Björgólfsfeðga sem voru stærstu eigendur beggja félaga stóð þá til að sameina Landsbanka og Íslandsbanka. Andstaða var við þau áform meðal ráðandi hluthafa Íslandsbanka. Eftir kaupin er FL Group næststærsti hluthafi Íslandsbanka. "Við lítum á þetta sem góða fjárfestingu og höfum mikla trú á framtíð bankans," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group. Hann segir ótímabært að ræða frekari áform með fjárfestingunni. Karl Wernersson sagðist ánægður með að viðskiptin væru í höfn, en hann hefur um nokkurt skeið verið aðalhvatamaðurinn að því að mynda sterka einingu til að standa að baki sókn bankans. Með sölunni innleysir Straumur Burðarás mikinn hagnað og ljóst að bankinn er með mikla fjárfestingargetu. Samkvæmt lögum varð Straumur að draga eignina í Íslandsbanka frá eigin fé sínu og því losnar um talsvert afl til útlána og fjárfestinga við söluna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira