FlyMe tvöfaldast í verði 12. janúar 2006 00:01 Pálmi Haraldsson, aðaleigandi FlyMe. Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu hafa hækkað um helming frá áramótum. Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons eignarhaldsfélagi, hækkuðu gríðarlega í gær í miklum viðskiptum. Gengið stóð í 0,23 sænskum krónum á hlut rétt fyrir lokun markaða og hafði hækkað um 30 prósent á einum degi. Frá áramótum er hækkunin um 85 prósent. Straumur-Burðarás er annar stór hluthafi í FlyMe með um sex prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Ticket, ein stærsta ferðaskrifstofa Svíþjóðar, hefja sölu á miðum í vélar FlyMe í dag eða á allra næstu dögum. Ticket hefur hingað til neitað að selja fyrir FlyMe vegna bágs efnahags sænska lággjaldaflugfélagsins. Fons er stærsti hluthafinn í Ticket með fimmtán prósenta eignarhlut. Fjöldi farþega í desember jókst um fjórtán prósent miðað við sama tíma í fyrra en 49.300 farþegar ferðuðust með félaginu. Sætanýting í nóvember og desember var yfir 70 prósent sem þykir gott á þessum tíma árs. FlyMe, sem hefur bækistöðvar sínar í Gautaborg, ætlar að bæta við tólf nýjum leiðum í lok mars. Félagið fór út í stórt hlutafjárútboð í desember þar sem tveir milljarðar voru seldir til fjárfesta og hlutafé tífaldað. Ætla má að markaðsvirði FlyMe verði rétt um 3,5 milljarðar króna að því loknu. Forstjóri félagsins er Jóhannes Georgsson, sem stýrði Iceland Express á upphafsárum þess. Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Hlutabréf í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons eignarhaldsfélagi, hækkuðu gríðarlega í gær í miklum viðskiptum. Gengið stóð í 0,23 sænskum krónum á hlut rétt fyrir lokun markaða og hafði hækkað um 30 prósent á einum degi. Frá áramótum er hækkunin um 85 prósent. Straumur-Burðarás er annar stór hluthafi í FlyMe með um sex prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Ticket, ein stærsta ferðaskrifstofa Svíþjóðar, hefja sölu á miðum í vélar FlyMe í dag eða á allra næstu dögum. Ticket hefur hingað til neitað að selja fyrir FlyMe vegna bágs efnahags sænska lággjaldaflugfélagsins. Fons er stærsti hluthafinn í Ticket með fimmtán prósenta eignarhlut. Fjöldi farþega í desember jókst um fjórtán prósent miðað við sama tíma í fyrra en 49.300 farþegar ferðuðust með félaginu. Sætanýting í nóvember og desember var yfir 70 prósent sem þykir gott á þessum tíma árs. FlyMe, sem hefur bækistöðvar sínar í Gautaborg, ætlar að bæta við tólf nýjum leiðum í lok mars. Félagið fór út í stórt hlutafjárútboð í desember þar sem tveir milljarðar voru seldir til fjárfesta og hlutafé tífaldað. Ætla má að markaðsvirði FlyMe verði rétt um 3,5 milljarðar króna að því loknu. Forstjóri félagsins er Jóhannes Georgsson, sem stýrði Iceland Express á upphafsárum þess.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira