Keyptu í lettneskum banka 19. janúar 2006 00:01 Upplýst um kaupin. Frá kynningu á kaupum íslenskra fjárfesta á sextíu prósenta hlut í Lateko-bankanum í Riga. Auk fjárfesta og eigenda bankans voru Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands, viðstaddir. Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira