Viðskipti innlent

Fjórir úr stjórninni

Sparisjóður Hafnarfjarðar. Fjórir af fimm stjórnarmönnum í SPH létu af störfum á aðalfundi sparisjóðsins.
Sparisjóður Hafnarfjarðar. Fjórir af fimm stjórnarmönnum í SPH létu af störfum á aðalfundi sparisjóðsins.

Sparisjóðir Fjórir af fimm stjórnar­mönnum í Sparisjóði Hafnarfjarðar gengu úr stjórn á aðalfundi sem haldinn var á dögunum. Nýir stjórnarmenn eru Jón Auðunn Jónsson, Magnús Ármann, Matthías Imsland, sparissjóðsstjórinn Magnús Ægir Magnússon og Þórður Magnússon, sem átti sæti í gömlu stjórninni.

Páll Pálsson lét af stjórnarformennsku en ekki er ljóst hver verður eftirmaður hans.

Nokkrar breytingar voru gerðar á samþykktum sjóðsins, sem miða meðal annars að því að opna hann fyrir nýjum stofnfjáreigendum, en engin ákvörðun var tekin um útgáfu nýs stofnfjár.

Hagnaður SPH var 704 milljónir króna í fyrra og var samþykkt á fundinum að greiða átján prósenta arð auk þess sem stofnfé var endurmetið um fimm prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×