Exista með Íslandsmet í hagnaði á einu ári 1. mars 2006 00:01 Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga. Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Exista, fjárfestingarfélag í eigu bræðranna í Bakkavör, KB banka og nokkurra sparisjóða, skilaði samkvæmt heimildum Markaðarins 50,3 milljörðum króna í hagnað í fyrra. Þetta er mesti hagnaður íslensks félags á einu ári, en fyrra metið átti KB banki sem hagnaðist um 49,3 milljarða í fyrra. Helstu eignir Exista eru ríflega fimmtungs hlutur í KB banka og tæplega þrjátíu prósenta hlutur í Bakkavör. Bæði þessi félög eru skráð á markað og verulegur gengishagnaður var af eign Exista í þeim á síðasta ári. Eignir Exista námu 162 milljörðum króna og nam eigið fé 96 milljörðum króna í árslok. Það er meira en eigið fé Íslandsbanka í lok árs. Hlutfall eigin fjár er því um 60 prósent sem gefur rými fyrir talsverðar fjárfestingar til viðbótar. Exista leiddi hóp fjárfesta í kaupum á hlut ríkisins í Símanum og á 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Sá hlutur er samkvæmt heimildum færður á kaupvirði og eins mun um 19 prósenta hlut í VÍS. Telja má öruggt að í þessum eignum felist dulinn hagnaður, en VÍS hefur eflst til muna frá kaupunum og er gjörbreytt félag að stærð og styrk. Auk þess á félagið 22 prósenta hlut í Medcare Flögu, en það félag hefur gengið í gegnum mikla endurskipulagningu að undanförnu. Exista er, auk þess að vera kjölfestufjárfestir fyrrgreindra félaga, með umtalsverðar fjárhæðir á veltubók til stöðutöku og fjárfestinga til skemmri tíma. Félagið keypti nýverið tíu prósenta hlut í stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins, Kögun. Síminn hafði skömmu áður keypt 27 prósenta hlut í Kögun. Enn á eftir að koma í ljós hvert stefnt er með þeirri fjárfestingu, en líklegt er að Síminn muni stjórna vegferð Kögunar í framtíðinni. Skráðar eignir Exista hafa hækkað verulega frá áramótum og má gera ráð fyrir að eigið fé hafi aukist um 20 milljarða króna og nemi því um 116 milljörðum króna. Félagið býr því yfir talsverðri ónýttri getu til frekari fjárfestinga.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira