Hagar selja Skeljung og kaupa í Kringlunni 2. mars 2006 00:01 Hagar selja Skeljung en Kaupa verslanir í Kringlunni. Fimm tískuverslunarkeðjur hafa bæst í safn Haga en Skeljungur fer úr því til Pálma Haraldssonar. Hagar hasla sér völl í sérvöruverslun á nýjan leik með kaupum á fimm verslunum í Kringlunni. Pálmi Haraldsson í Fons hafði frumkvæði að því að kaupa Shell. Hagar hafa selt rekstur Skeljungs til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons. Félagið hefur um leið keypt fimm tískuvöruverslanir í Kringlunni af Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásmundsdóttur. Umræddar verslanir eru sérleyfisverslanir sem eru reknar undir merkjum bresku verslanakeðjanna Karen Millen, Warehouse, All Saints, Shoe Studio Group og Whistles, en Baugur Group, stærsti hluthafi Haga, á hlutdeild í þeim öllum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að salan á Skeljungi hafi gengið hratt fyrir sig og þar á bæ séu menn kátir með niðurstöðuna. "Við höfðum hug á því að selja hluta af Skeljungi frá okkur en þessi frágangur hafði skamman aðdraganda." Hagar verða eftir söluna fyrst og fremst smásölufyrirtæki og áherslur fyrirtækisins verða skýrari að sögn Finns. Hann er ekki tilbúinn að gefa upp söluverðið en segir þó að verslunarrekstur Skeljungs hafi styrkst eftir að Hagar tóku hann yfir og aukið verðmæti félagsins. Aðspurður um þau kaup sem Hagar réðust í í Kringlunni segir Finnur að félagið hafi haft hug að stækka við sig á sérvörumarkaði og kaupin séu liður í þeirri stefnu. Þessar verslanir opnuðu allar í Kringlunni á síðasta ári nema Karen Millen sem hefur verið starfrækt í nokkur ár og var áður undir merkjum NTC-verslunarkeðjunnar. "Ég seldi Skeljung á sínum tíma til að fjármagna mín kaup í Iceland sem reyndist vera mjög happadrjúg fjárfesting og átti svo frumkvæði að því við Haga að kaupa Skeljung til baka. Við fórum í samningaviðræður og niðurstaðan er þessi," segir Pálmi Haraldsson í Fons. Gunnar Karl Gunnarsson verður áfram forstjóri Skeljungs að sögn Pálma. Olíufélagið Esso var á dögunum selt til fjárfesta en talið er að kaupverðið hafi legið á bilinu 17-18 milljarðar króna. Skeljungur var tekinn af markaði af Steinhólum sumarið 2003 og nam markaðsvirði hans þá um tólf milljörðum króna. Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Hagar hasla sér völl í sérvöruverslun á nýjan leik með kaupum á fimm verslunum í Kringlunni. Pálmi Haraldsson í Fons hafði frumkvæði að því að kaupa Shell. Hagar hafa selt rekstur Skeljungs til Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í Fons. Félagið hefur um leið keypt fimm tískuvöruverslanir í Kringlunni af Sigurði Bollasyni og Nönnu Björk Ásmundsdóttur. Umræddar verslanir eru sérleyfisverslanir sem eru reknar undir merkjum bresku verslanakeðjanna Karen Millen, Warehouse, All Saints, Shoe Studio Group og Whistles, en Baugur Group, stærsti hluthafi Haga, á hlutdeild í þeim öllum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að salan á Skeljungi hafi gengið hratt fyrir sig og þar á bæ séu menn kátir með niðurstöðuna. "Við höfðum hug á því að selja hluta af Skeljungi frá okkur en þessi frágangur hafði skamman aðdraganda." Hagar verða eftir söluna fyrst og fremst smásölufyrirtæki og áherslur fyrirtækisins verða skýrari að sögn Finns. Hann er ekki tilbúinn að gefa upp söluverðið en segir þó að verslunarrekstur Skeljungs hafi styrkst eftir að Hagar tóku hann yfir og aukið verðmæti félagsins. Aðspurður um þau kaup sem Hagar réðust í í Kringlunni segir Finnur að félagið hafi haft hug að stækka við sig á sérvörumarkaði og kaupin séu liður í þeirri stefnu. Þessar verslanir opnuðu allar í Kringlunni á síðasta ári nema Karen Millen sem hefur verið starfrækt í nokkur ár og var áður undir merkjum NTC-verslunarkeðjunnar. "Ég seldi Skeljung á sínum tíma til að fjármagna mín kaup í Iceland sem reyndist vera mjög happadrjúg fjárfesting og átti svo frumkvæði að því við Haga að kaupa Skeljung til baka. Við fórum í samningaviðræður og niðurstaðan er þessi," segir Pálmi Haraldsson í Fons. Gunnar Karl Gunnarsson verður áfram forstjóri Skeljungs að sögn Pálma. Olíufélagið Esso var á dögunum selt til fjárfesta en talið er að kaupverðið hafi legið á bilinu 17-18 milljarðar króna. Skeljungur var tekinn af markaði af Steinhólum sumarið 2003 og nam markaðsvirði hans þá um tólf milljörðum króna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira